Ólafur og Hannes misstu af öðru sætinu

Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Randers.
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Randers. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það var Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar Horsens lagði lærisveina Ólafs Kristjánssonar hjá Randers, 1:0.

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Horsens, en var tekinn af velli á 67. mínútu. Hannes Þór Halldórsson stóð að vanda vaktina í marki Randers, sem hefði með sigri komist upp í annað sæti deildarinnar.

Nýliðar Horsens komust þess í stað upp í sjötta sætið með sigrinum, tveimur stigum á eftir liði Randers sem er í því fimmta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert