„Ó nei, ekki þið aftur“

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ásamt nokkrum kollegum sínum.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ásamt nokkrum kollegum sínum. AFP

„Þetta hefði getað verið betra og þetta hefði líka geta orðið enn verra,“ sagði Zlatko Dalic landsliðsþjálfari Króata þegar ljóst var að Króatar leika í D-riðli á HM ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu.

„Lið Nígeríu er ungt og það eru fljótir leikmenn í liði þeirra. Ég vildi losna við tvö eða þrjú bestu liðin en Argentína er eitt þeirra og það er sigurstranglegast.

Við þekkjum íslenska liðið vel. Ég ræddi við landsliðsþjálfara þeirra og hann sagði; Ó nei, ekki þið aftur,“ sagði Dalic en Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM 2014 og liðin voru svo í sama riðli í undankeppni fyrir HM 2018.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert