Neuer sló met í gær

Manuel Neuer er enn í fremstu röð, 38 ára gamall.
Manuel Neuer er enn í fremstu röð, 38 ára gamall. AFP/Odd Andersen

Þýski knattspyrnumaðurinn Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sló í gærkvöldi met þegar hann hélt hreinu í 1:0-sigri á Arsenal í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Neuer hélt marki sínu hreinu í 58. sinn á ferli sínum í Meistaradeildinni og sló þannig met Iker Casillas, sem hélt markinu hreinu 57 sinnum á ferli sínum í keppninni, en ferli hans lauk árið 2020.

Næstir á eftir þeim koma Gianluigi Buffon og Edwin van der Sar, sem héldu báðir hreinu 52. sinnum á sínum tíma.

Neuer er 38 ára gamall og hefur leikið með Bayern frá árinu 2011 en lék einnig 22 leiki í Meistaradeildinni fyrir uppeldisfélag sitt, Schalke, þar á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert