Býður upp á ítalskt ævintýri við Garda-vatn

„Ég er aðeins að prófa mig áfram og líka að prófa eitthvað nýtt,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil, sem er 39 ára gamall, lagði skóna á hilluna síðasta sumar eftir afar farsælan atvinnumannaferil en er búsettur á Ítalíu núna og stefnir á umboðsmennsku í framtíðinni. 

Æfa við frábærar aðstæður

Emil ætlar að bjóða upp á knattspyrnuskóla fyrir unga íslenska knattspyrnumenn í sumar á Ítalíu.

„Mig langaði til þess að bjóða upp á knattspyrnuskóla fyrir unga stráka og smá ævintýri í leiðinni,“ sagði Emil.

„Við verðum rétt við Garda-vatn og þarna fá strákarnir tækifæri til þess að æfa við frábærar aðstæður. Ég er með ítalska þjálfara með mér, sjúkraþjálfara og leikgreinanda líka þannig að þetta verður hrikalega skemmtilegt.

Mig langaði að búa til alvöru upplifun fyrir íslenska stráka, þannig að þeir fái smá smjörþefinn af því hvernig það er að vera fótboltamaður á Ítalíu,“ sagði Emil meðal annars en hægt er að nálgast frekar upplýsingar um knattspyrnuskólann með því að smella hér.

Viðtalið við Emil í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert