Í leit að gleði fyrir frí

Ásdís Hjálmsdóttir keppti á síðasta frjálsíþróttamóti sínu í ár um …
Ásdís Hjálmsdóttir keppti á síðasta frjálsíþróttamóti sínu í ár um helgina til að finna gleðina á ný eftir vonbrigðin á EM í Zürich. Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að keppnistímabilinu væri formlega lokið hjá sér en því lauk með móti í Sarnen í Sviss um helgina. Þar kastaði Ásdís spjótinu 56,29 metra en keppti einnig í kúluvarpi og kringlukasti.

„Ég ákvað að fara í grunngildin til að finna aftur gleðina og ástríðuna fyrir íþróttinni eftir mikil vonbrigði með 13. sætið á EM,“ sagði Ásdís sem ætlar nú að gefa líkamanum kærkomna hvíld í nokkrar vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert