Pólverjar heimsmeistarar í blaki

Pólverjar fagna stigi í úrslitaleiknum gegn Brasilíu í kvöld.
Pólverjar fagna stigi í úrslitaleiknum gegn Brasilíu í kvöld. AFP

Pólverjar urðu í kvöld heimsmeistarar karla í blaki eftir 3:1-sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í blaki sem fram fór í Póllandi. Þetta er í annað sinn sem Pólverjar fagna heimsmeistaratitli karla í blaki, síðast unnu Pólverjar HM árið 1974, en Brasilía hafði unnið síðustu þrjú heimsmeistaramót.

Brasilía byrjaði úrslitaleikinn í kvöld betur og vann fyrstu hrinuna 25:18 en Pólverjar jöfnuðu í 1:1 með því að vinna þá næstu 25:22. Þriðja hrinan var einnig jöfn en hana unnu Pólverjar 25:23 og unnu svo fjórðu hrinuna 25:22 sem tryggði Pólverjum heimsmeistaratitilinn.

Mika Mateusz var stigahæstur Pólverja í úrslitaleiknum með 22 stig en Wallace de Souza og Ricardo Lucarelli Santos de Souza skoruðu 18 stig hvor fyrir Brasilíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert