Tvö heimsmet hjá Jóni Margeiri

Jón Margeir Sverrisson hefur sett tvö heimsmet um helgina.
Jón Margeir Sverrisson hefur sett tvö heimsmet um helgina. mbl.is/Eggert

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hefur sett tvö heimsmet á alþjóðlegu sundmóti fatlaðra sem stendur yfir í Malmö í Svíþjóð. Í gær bætti hann heimsmetið í 400 m skriðsundi og í morgun sló hann heimsmetið í 100 m skriðsundi. 

Bæði metin eru í fötlunarflokki þroskahamlaðra, S14. Í morgun synti Jón Margeir 100 m skriðsund á 53,42 sekúndum og bætti fyrra heimsmet um 14 hundraðshluta úr sekúndu en fyrra met átti breskur sundmaður. 

Í gær synti Jón Margeir 400 m skriðsund á 4.04,43 og bætti verulega fyrra metið sem var einnig í eigu fyrrnefnds Breta.

Jón Margeir hefur einnig unnið sér inn keppnisrétt í úrslitin í 50 m bringusundi og 50 m skriðsundi á mótinu í Malmö. 

Fréttastofa RÚV greinir frá þessum afrekum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert