Rann blóðið til skyldunnar

Ágúst Þór Jóhannsson,
Ágúst Þór Jóhannsson, mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Mér rann blóðið til skyldunnar þegar mér bauðst að taka við þjálfun KR-liðsins. Ég er KR-ingur að upplagi og lék bæði handbolta og fótbolta með félaginu á árum áður,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, eftir að hann var ráðinn þjálfari 1. deildarliðs KR í handknattleik karla í gærkvöldi. Ágúst og KR-ingar eru stórhuga og ætla sér að vera komnir með lið í Olísdeildinni eftir þrjú ár.

„Það er mikill metnaður í öllu starfi hjá KR og er markmiðið að vera komnir með lið í efstu deild innan þriggja ára. Talsverður efniviður er fyrir hendi auk þess sem við munum freista þess að fá til okkar reynslumenn,“ segir Ágúst, sem nýverið hætti þjálfun karlaliðs Víkings eftir tveggja ára starf.

Nánar er rætt við Ágúst í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert