Paul Pogba markaðsvænsti knattspyrnumaðurinn

Paul Pogba er engum líkur.
Paul Pogba er engum líkur. AFP

Körfuknattleiksmaðurinn Stephen Curry leiðir lista SportsPro yfir 50 markaðsvænstu íþróttamenn heims. Listinn er gefinn út árlega og er byggður á einkar athyglisverðum forsendum.

Markmið listans er ekki að finna út hvaða íþróttamenn eru með dýrustu auglýsingasamningana, heldur hverjir gefi í raun mest fyrir peninginn. Litið er sérstaklega til íþróttakappa á uppsiglingu, sem ódýrt er að gera samning við, og líklegt er að springi út á næstu 3 árum. Í ljósi þessara röksemda kemur ekki á óvart að Curry skipi efsta sæti listans, enda skaust hann mjög skyndilega í fremstu röð körfuknattleiksmanna.

Það þýðir ekki að engar stórstjörnur séu á listanum. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi skipa 35. og 27. sæti listans, en athyglisvert er að Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Borussia Dortmund, er í 25. sæti. Frakkinn Paul Pogba er markaðsvænsti knattspyrnumaður heims samkvæmt SportsPro, en hann er í öðru sæti á listanum. Sá knattspyrnumaður sem kemst næst honum er Neymar Jr., leikmaður Barcelona, sem er í 8. sæti.

Ýmsir athyglisverðir íþróttamenn eru á listanum. Delle Alli, leikmaður Tottenham, er til dæmis í 45. sæti. Listann má sjá í heild sinni hér.

Einnig verða taldir upp tíu efstu íþróttamenn listans. 

10. Mikaela Shiffrin - Skíði

9. Missy Franklin - Sund

8. Neymar - Fótbolti

7. Lydia Ko - Golf

6. Kei Nishinori - Tennis

5. Anthony Joshua - Box

4. Jordan Spieth - Golf

3. Virat Kohli - Krikket

2. Paul Pogba - Fótbolti

1. Stephen Curry - Körfubolti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert