Óska þess að börnin hans fái krabbamein

Hér má sjá Cavendish klessa á vegg í kjölfar árekstursins.
Hér má sjá Cavendish klessa á vegg í kjölfar árekstursins. AFP

Hjólreiðakappinn Mark Cavendish þurfti að hætta keppni í Frakklandshjólreiðunum eftir að hafa axlarbrotnað. Cavendish lenti í árekstri við Peter Sagan og var Sagan dæmdur úr leik í kjölfarið þar sem hann var sakaður um að hafa gefið Cavendish vísvitandi olnbogaskot. 

Nú hafa óprúttnir notendur Twitter látið Cavendish heyra það á ansi ógeðfelldan hátt. Þeir hafa m.a óskað þess að börn kappans fái krabbamein sem dragi þau hægt til dauða. Cavendish hefur einnig fengið óskir um að hann meiðist alvarlega. 

„Allir hafa rétt á sínum skoðunum en ógnandi skilaboð beint til barna manns er ekki eitthvað sem ég á skilið,“ sagði Cavendish um málið. 

BBC greindi frá þessu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert