Fylgjendurnir hrannast inn á Instagram

„Ég var með um 6.000 fylgjendur í desember á síðasta ári,“ sagði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir í Dagmálum.

Eygló, sem er 22 ára gömul, stefnir á að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París í sumar en hún varð Evrópumeistari unglinga í október árið 2022 í Albaníu og varð um leið fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í lyftingum.

Ný til komið

Eygló er með tæplega 18.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram í dag og nýtur mikilla vinsælda þar.

„Þetta er ný til komið,“ sagði Eygló.

„Ég fékk sent eitthvað myndband af mér frá einu móti sem ég keppti á og það voru tvær milljónir búnar að horfa á það myndband síðast þegar ég vissi.

Þetta var fljótt að gerast eftir það,“ sagði Eygló meðal annars.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert