Sautján kylfingar í bandarískum háskólum

Andri Þór Björnsson er við nám í Bandaríkjunum.
Andri Þór Björnsson er við nám í Bandaríkjunum. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Sautján íslenskir kylfingar stunda nám við bandaríska háskóla í vetur, samkvæmt upplýsingum frá Golfsambandi Íslands. Þeirra var ekki getið í viðamikilli umfjöllun um íslenskt íþróttafólk í bandarískum háskólum í blaðinu í gær.

Þetta eru Haraldur Franklín Magnús (Louisiana), Ragnar Már Garðarsson (McNeese), Rúnar Arnórsson (Minnesota), Andri Þór Björnsson (Nicholls), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (East Tennessee), Emil Þór Ragnarsson (Nicholls), Sunna Víðisdóttir (Elon), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (Fresno), Berglind Björnsdóttir (North Carolina), Gunnhildur Kristjánsdóttir (Elon), Ari Magnússon (Arkansas), Theodór Emil Karlsson (Arkansas), Halla Björk Ragnarsdóttir (Florida Technology), Íris Katla Guðmundsdóttir (Queens Charlotte), Stefanía Kristín Valgeirsdóttir (Pfeiffer), Dagur Ebenezersson (Catawba) og Hrafn Guðlaugsson (Faulkner).

Þá bætist við ein sundkona, Kolbrún Jónsdóttir, sem stundar nám við Youngstown-háskóla í Ohio.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert