Tiger kominn niður í 104. sæti

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram að falla niður á styrkleikalistanum en hann verður í 104. sæti á nýjum styrkleikalista sem kom út í dag og fer úr 96. sætinu.

Þetta verður í fyrsta sinn í 19 ár sem Tiger er ekki á meðal 100 efstu kylfinga á styrkleikalistanm en frá árinu 1997 sat Tiger Woods í toppsætinu í 683 vikur í röð.

Tiger hefur á ferli sínum unnið 79 mót á PGA mótaröðinni og hefur unnið 14 risamót en illa hefur gengið hjá honum síðustu mánuðina þar sem síendurtekin meiðsli hafa verið að plaga hann. Norður-Írinn Rory McIlroy er í efsta sætinu og hefur verið það frá því í ágúst á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert