Stefnt að þessu síðan ég veit ekki hvenær

Gísli Sveinbergsson.
Gísli Sveinbergsson.

„Þetta er gríðarlega mikill heiður og einmitt það sem ég hef verið að stefna að síðan ég veit ekki hvenær,“ segir kylfingurinn Gísli Sveinbergsson úr Keili í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur verið valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu sem keppir við úrvalslið drengja frá Bretlandi og Írlandi á Royal Dornoch-vellinum í Skotlandi undir lok þessa mánaðar.

„Ég fékk að vita þetta fyrir um þremur vikum svo að ég er orðinn slakur yfir þessu núna. Ég hef séð suma gaura frá Evrópu fara í svona lið og hugsa af hverju ég sé ekki þar. Það lætur mann æfa meira og meira og það er gaman að vera fyrstur frá Íslandi í svona verkefni,“ segir Gísli, sem aðeins sautján ára gamall er í 156. sæti heimslista áhugamanna og er hann stigahæsti íslenski kylfingurinn á þeim lista.

Sjá ítarlegt spjall við Gísla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert