Haraldur efstur eftir annan hring

Haraldur Franklín Magnús er efstur í Danmörku.
Haraldur Franklín Magnús er efstur í Danmörku. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús er efstur á tíu höggum undir pari eftir annan hring á Tinderbox Charity Challenge mótinu þegar nokkrir eiga eftir að ljúka leik. Haraldur lék á sex höggum undir pari í gær og á fjórum höggum undir pari í dag. Mótið er leikið á Langesø vell­in­um á Fjóni og er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Loftsson leika einnig á mótinu, en eins og er lítur ekki út fyrir að neinn þeirra komist í gegnum niðurskurðinn.

Axel og Ólafur hafa nýverið hafið leik og því liggur skorið þeirra ekki fyrir. Guðmundur Ágúst lauk leik í dag á einu höggi yfir pari, samtals á fimm höggum yfir pari og nær því ekki niðurskurðinum.

Frétt mbl.is Haraldur jafn í öðru sæti eftir fyrsta hring

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert