Piltarnir skrefi nær sæti í efstu deild

Ingvar Andri Magnússon.
Ingvar Andri Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska piltalandsliðið í golfi á von um verðlaun á Evrópumótinu sem stendur yfir í Kraká í Póllandi. Íslensku piltarnir leika í 2. deild og eftir tvo hringi í keppni í höggleik var Ísland í 4. sæti af níu liðum.

Þar af leiðandi mun Ísland mæta Sviss í undanúrslitum efri hluta deildarinnar, en Sviss hafnaði í 1. sæti í höggleiknum. Sigurliðið mun leika um gullverðlaun en tapliðið mæta Belgíu eða Wales í leik um 3. sætið. Tvær efstu þjóðirnar fara upp í efstu deild en þriðja sætið gæti einnig dugað, allt eftir því hvaða þjóð verður gestgjafi í efstu deild á næsta ári.

Íslensku strákarnir léku samtals á 26 höggum yfir pari á hringunum tveimur í höggleiknum. Voru þeir aðeins höggi á eftir Wales og þremur höggum á eftir Belgíu, en Svisslendingar léku á 14 höggum yfir pari. Eistland varð í 5. sæti á 32 höggum yfir pari.

Ef horft er til einstaklinga þá lék Ingvar Andri Magnússon úr GR best íslensku piltanna eða á samtals 5 höggum yfir pari, og varð í 15. sæti. Aðeins einn kylfingur lék undir pari en það var Eistlendingur sem lék samtals á -4 höggum. Ragnar Már Ríkharðsson úr GM varð í 17.-19. sæti á +6 höggum. Kristján Benedikt Sveinsson úr GA varð í 20.-23. sæti á +7 höggum. Dagbjartur Sigurbrandsson og Viktor Ingi Einarsson, báðir úr GR, urðu í 24.-28. sæti á +8 höggum. Arnór Snær Guðmundsson úr GHD varð svo í 32.-34. sæti á +10 höggum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert