Patrekur: Matti kom inn með kraft í síðari

„Fyrri hálfleikur var ekki góður og engan vegin eins og ég vildi sjá,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir að liðið vann Akureyri, 24:23, í Schenker-höllinni á Ásvöllum í dag í annarri umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik, 15:12, en sneru við blaðinu í síðari hálfleik. Patrekur var mun sáttari við síðari hálfleik.

Hann sagði að þá hefði Haukahjartað vaknað hjá leikmönnum og þar hefði Matthías Árni Ingimarsson leikið stórt hlutverk. „Seinni hálfleikur var allt annar af okkar hálfu. Ég hef oft verið gagnrýninn á Matta en hann kom með ákveðinn kraft inn í leikinn sem batt leik okkar saman. Adam Haukur var sterkur í síðari hálfleik og Árni Steinn var góður allan leikinn. Við verðum bara að fá alla til þess að ganga í takt,“ sagði Patrekur.

Ítarlegra viðtal er við Patrek á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert