Klár í að splitta

„Ég gerði mig kláran í að splitta og gera mig stóran en síðan tók vörnin síðasta skotið svo ég þurfti ekki að hafa eins mikið fyrir að verja," sagði Kolbeinn Arnarson, markvörður bikarmeistara ÍBV, ef hann varði síðasta skot FH-inga og kom þar með í veg fyrir að framlengja þyrfti bikarúrslitaleik ÍBV og FH í Coca Cola bikar karla í handknattleik í Laugardalshöll síðdegi í dag.

„Stundum þarf maður bara  tína upp ruslið eftir strákana, þeir eru svo góðir í þessari vörn sem við leikum," sagði Kolbeinn sem lék vel í úrslitaleiknum, líkt og hann gerði í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta vori þegar ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. 

„Við þurfum alltaf að lenda undir til þess að snúa leikjum við til þess að skemmta okkur og áhorfendum. Síðan finnur maður fyrir þvílíkri vímutilfinningu af vellíðan á eftir," sagði Kolbeinn.

Nánar er rætt við Kolbein Arnarson, markvörð, á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert