Gunnar og félagar úr leik

Gunnar Steinn Jónsson
Gunnar Steinn Jónsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Flensburg tryggði sér í kvöld fjórða og síðasta sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik þegar liðið vann Gunnar Stein Jónsson og samherja í Gummersbach, 28:22, á Schwalbe-Arena í Gummersbach. Heimamenn áttu undir högg að sækja allan leikinn og voru m.a. sex mörk undir í hálfleik, 14:8. 

Gunnar Steinn skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach en hornamaðurinn Raúl Santos var markahæstur með sjö mörk. Thomas Mogensen og Anders Zachariassen skoruðu sex mörk hvor fyrir Flensburg og voru markahæstir.

Þar með liggur fyrir að Flensburg, Magdeburg, Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin leika til undanúrslita í Hamburg 9. maí en úrslitaleikurinn verður á sama stað daginn eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert