Læirsveinar Arons fara vel af stað

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins og dönsku meistaranna KIF Kolding.
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins og dönsku meistaranna KIF Kolding. mbl.is/Golli

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í KIF Kolding Köbenhavn fór vel af stað í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik í dag. KIF vann þá Århus, 31:25, á útivelli. 

Þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppninni um meistaratitilinn en henni er skipt í tvo sex liða riðla til að byrja með. Að riðlakeppninni lokinni mætast efstu liðin í hvorum riðli úrslitakeppni um danska meistaratitilinn. 

KIF Kolding Köbenhavn varð danskur meistari á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert