Góðir og slæmir hlutir

Arna Sif Pálsdóttir átti góðan leik fyrir Ísland í gær …
Arna Sif Pálsdóttir átti góðan leik fyrir Ísland í gær og skoraði sex mörk. mbl.is/Ómar

Fimm marka tap, 31:26, varð niðurstaðan í fyrri vináttulandsleik Íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik gegn Pólverjum. Síðari leikur liðanna fer fram í dag þar sem búast má við 2000 áhorfendum en um undirbúningsleiki er að ræða fyrir umspilsleikina gegn Svartfjallalandi um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Danmörku sem fram fer í desember.

Lið Póllands er mjög sterkt en það varð til að mynda í 4. sæti á síðasta heimsmeistaramóti og því ekki við neina aukvisa að etja.

Varnarleikurinn góður

„Það var margt gott í okkar leik, við spiluðum á öllum leikmönnunum og vorum að prófa okkur áfram. Við gáfum öllum tækifæri,“ sagði Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir leikinn.

„Varnarleikurinn var virkilega góður fyrri hluta leiksins og gaf okkur mikið af hraðaupphlaupum. Þegar líða tók á leikinn gerðum við of mikið af tæknimistökum þar sem þær refsuðu okkur með hraðaupphlaupum,“ sagði Ágúst.

Sjá viðtal við Ágúst Jóhannsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert