Verulega svekkjandi niðurstaða

Morgan Marie McDonald, leikmaður Vals, sækir að marki Hauka í …
Morgan Marie McDonald, leikmaður Vals, sækir að marki Hauka í leik liðanan í kvöld. Árni Sæberg

„Mér fannst við spila heilt spila heilt yfir mjög vel og við fengum tækifæri til þess að bæta stöðu okkur enn frekar um miðjan seinni hálfleikinn. Þetta er vissulega svekkjandi, en svona er þetta bara. Stundum er þetta stöngin út,“ sagði Alfreð Finnsson, þjálfari Vals eftir 23:22 tap liðsins gegn Haukum í 24. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Schenker-höllinni í kvöld.

„Við ræddum saman inn í klefa eftir leikinn og vorum sammála um að það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk ágætlega. Við þurftum að breyta um varnarleik og beittum nokkrum varnarafbrigðum. Það vantaði bara herslumuninn að ná að loka algerlega á sóknaraðgerðir þeirra,“ sagði Alfreð um varnarleik Valsliðsins í kvöld.

„Sóknarleikurinn var svolítið sveiflukenndur. Við vorum frekar hvatvísar í sóknarleiknum í upphafi leiks, en mér fannst sóknarleikurinn ganga fullkomlega upp um miðbik seinni hálfleiks. Það er grátlegt að hafa ekki náð að nýta þann kafla betur og innbyrða sigur,“ sagði Alfreð um sóknarleik Valsliðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert