Stórleikur Árna dugði ekki

Árni Þór Sigtryggsson í búningi Aue.
Árni Þór Sigtryggsson í búningi Aue. Ljósmynd/ehv-aue.org

Árni Þór Sigtryggson skoraði níu mörk fyrir Aue í naumu tapi liðsins gegn TUSEM Essem í kvöld í B-deild þýska handboltans í dag. Lokatölur urðu 26:25 en leikið var á heimavelli Essen.

Árni var langmarkahæstur í liði Aue sem og á vellinum en næstu menn voru með fimm mörk.

Með Aue leika einnig þeir Bjarki Már Gunnarsson og Árni Sigtrygsson auk markvarðarins Sveinbjörns Péturssonar en liðið þjálfar fyrrverandi landsliðsmaðurin Rúnar Sigtrygssson.

Aue hefur 40 stig í 6. sæti deildarinnar og á ekki möguleika á að komast upp í efstu deild þar sem 14 stig eru í 3. sætið og átta stig eru í pottinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert