Það sárasta á ferlinum

Pawel Paczkowski hjá Kielce reynir að stöðva Aron Pálmarsson í …
Pawel Paczkowski hjá Kielce reynir að stöðva Aron Pálmarsson í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. AFP

„Ég veit ekki hvernig mér líður, er í áfalli en um leið brjálaður og einnig sár,“ sagði Aron Pálmarsson í samtali við Morgunblaðið eftir að lið hans, Veszprém hjá Ungverjalandi, tapaði á ótrúlegan hátt fyrir pólska meistaraliðinu Vive Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln í gær, 39:38, eftir eina framlengingu og vítakeppni.

Stundarfjórðungi fyrir lok venjulegs leiktíma var Veszprém með níu marka forskot, 28:19. Þá fór allt í baklás og Kielce skoraði 10 mörk gegn einu á lokakaflanum og tryggði sér framlengingu.

„Þetta var hreinn skandall af okkar hálfu. Við vorum ekki bara með unninn leik heldur vorum við hreinlega að rústa þeim. Vonleysið skein úr augum leikmanna Kielce og hafði gert það frá því snemma leiks. En hvernig við klúðruðum þessu er hreinlega óskiljanlegt,“ sagði Aron sem einnig tapaði úrslitaleik í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Þá með Kiel. „Þetta tap er mikið sárara en fyrir tveimur árum. Núna vorum við með unninn leik í höndunum. Kannski náðum við þessu mikla forskoti alltof snemma,“ sagði Aron og virtist illilega sleginn út af laginu þegar hann gaf sér góðan tíma til þess að rabba við blaðamann Morgunblaðsins baksviðs í Lanxess-Arena í Köln.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert