Ágúst hættir með íslenska landsliðið

Ágúst Þór Jóhannsson og Einar Jónsson.
Ágúst Þór Jóhannsson og Einar Jónsson. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Ágúst Þór Jóhannsson staðfest þær fregnir sem voru á vitorði flestra innan handknattleiksheimsins þess efnis að hann myndi hætta þjálfun íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik eftir að undankeppni EM lýkur á blaðamannafundi í hádeginu í dag.

Ágúst hefur þjálfað liðið í fimm og hálft ár og undir hans stjórn lenti liðið í 12. sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2011 sem er besti árangur liðsins á stórmóti. Þá komst liðið í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fór í Serbíu árið 2012.

Einar Jónsson mun einnig láta af störfum, en hann hefur verið Ágústi til aðstoðar við þjálfun liðsins. Lokaleikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 sem fram fer í Svíþjóð í desember á þessu ári verða síðustu leikir Ágústs og Einars óháð því hvort liðið kemst áfram eður ei. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert