Tvísýnt með þátttöku Rutar

Rut Jónsdóttir í leik með íslenska liðinu gegn Þýskalandi í …
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska liðinu gegn Þýskalandi í undankeppninni. mbl.is/Styrmir Kári

Fram kom á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í Lollastúku í Valshöllinni í dag að óvíst væri með þátttöku Rutar Jónsdóttur í leik íslenska liðsins gegn Frakklandi í undankeppni EM í handknattleik sem haldið verður í Svíþjóð í desember á þessu ári.

Rut hefur glímt við meiðsli undanfarið og lék ekki með liði sínu, Randers, síðustu vikurnar vegna þeirra meiðsla. Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði á fundinum að bakslag hefði komið í bata Rutar á æfingu í morgun, en staðan yrði metin með læknum og sjúkraþjálfum liðsins eftir æfingu í kvöld.  

Markverðirnir Florentina Stanciu, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir, verða fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla auk þess sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Ramune Pekarskyte geta ekki leikið sökum meiðsla. Stór skörð eru því höggvin í íslenska liðið og mikið áfall ef Rut bætist á meiðslalistann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert