Valur: Engin flugeldasýning í upphafi

Kristín Guðmundsdóttir, hin ástríðufulla handknattleikskona úr Val og fyrirliði liðsins.
Kristín Guðmundsdóttir, hin ástríðufulla handknattleikskona úr Val og fyrirliði liðsins. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Það verður engin flugeldasýning í fyrsta leik,“ sagði hin leikreynda Kristín Guðmundsdóttir leikstjórnandi Vals, spurð um keppnistímabilið framundan og þann liðsstyrk sem Valsliðið hefur fengið fyrir keppnistímabilið í Olís-deild kvenna. „Það tekur sinn tíma að stilla saman strengina þegar nýir leikmenn koma í hópinn. Fólk heldur að verið sé að kaupa allan heiminn þótt tveir útlendingar komi í eitt lið,“ sagði Kristín sem er á meðal leikreyndustu leikmanna í Olís-deildinni.

„Hinsvegar erum við heppnar með þann liðsstyrk sem við höfum fengið utan frá, ekki bara vegna þess að þær eru góðar í handbolta heldur einnig vegna þess að þær eru góðir félagar og falla vel inn í hópinn og gefa mikið af sér,“ sagði Kristin en margir telja að Valur verði það lið þegar upp verður staðið sem helst getur keppt við Stjörnuna sem þykir hafa sigurstranglegt lið þetta tímabilið. Stjarnan og Valur mættust einmitt í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í vor og þá hafði fyrrnefnda liðið betur.

„Við erum ekkert á leiðinni að sigra heiminn. Deildin verður jöfn. Eins og sakir standa eigum við enn nokkuð í land enda er langt tímabil rétt að hefjast. Breiddin í hópnum hefur aukist og óvíst að liðið verði betra á fyrst metrunum núna en það var á síðasta keppnistímabili. Eins og fram hefur komið erum við með nokkra nýja leikmenn. Það tekur sinn tíma fyrir alla að kynnast og leika saman. Við vorum með góða liðsheild í fyrra og víst er að það verður sama upp á teningnum í vetur,“ sagði Kristín.

„Við þurfum ekki að sprengja sprengjur í fyrsta leik. Það tekur sinn tíma að slípa liðið saman. Kostirnir eru fleiri en þeir voru,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir hjá Val. „Deildarkeppnina veðrur rosalega skemmtileg. Ég er spennt og pínu stressuð.“

Valur leikur sinn fyrsta leik í Olís-deildinni á mánudagskvöldið þegar liðið mætir Fylki í Valshöllinni kl. 19.30.

Lið Vals leiktíðina 2016-2017 í Olís-deild kvenna:

Berglind Íris Hansdóttir, markvörður

Ástrós Anna Bender, markvörður

Sólveig Katla Magnúsdóttir, markvörður

Birta Fönn Sveinsdóttir, vinstra horn, miðjumaður

Ragnhildur Edda Þórðardóttir, vinstra horn

Sólveig Lóa Höskuldsdóttir, vinstra horn

Vigdís Birna Þorsteinsdóttir, vinstra horn/lína

Diana Satkauskaite, vinstri skytta

Gerður Arinbjarnar, vinstri skytta

Kristín Guðmundsdóttir, vinstri skytta/leikstjórnandi

Morgan Marie Þorkelsdóttir, vinstri og hægri skytta

Kristín Arndís Ólafsdóttir, miðjumaður

Sigurlaug Rúnarsdóttir, miðjumaður

Díana Dögg Magnúsdóttir, hægri skytta

Elín Helga Lárusdóttir, hægra horn

Íris Ásta Pétursdóttir Viborg, hægra horn

Kristine Håheim Vike, hægra horn

Alexandra Diljá Birkisdóttir, línumaður

Eva Björk Hlöðversdóttir, línumaður

Þjálfari: Alfreð Örn Finnsson

Komn­ar frá síðasta keppn­is­tíma­bili:

Birta Fönn Sveinsdóttir, frá KA/Þór

Díana Dögg Magnúsdóttir, frá ÍBV

Diana Satkauskaite, frá Garliava í Litháen

Kristine Håheim Vike, frá Volda í Noregi

Sólveig Katla Magnúsdóttir, frá Fjölni

Farn­ar eft­ir síðasta keppn­is­tíma­bil:

Aðalheiður Hreinsdóttir,  til Stjörnunnar

Bryndís Elín Halldórsdóttir, til náms í Danmörku

Hrafnhildur Hekla Björnsdóttir, í FH

Tanja Geirmundsdóttir, í FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert