„Þeir fengu blóð á tennurnar“

Vignir Stefánsson skoraði 5 mörk í kvöld.
Vignir Stefánsson skoraði 5 mörk í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Vignir Stefánsson var markahæstur Valsara í 25:23 tapleiknum gegn Aftureldingu í Olís-deildinni í handbolta í kvöld.

Valsmenn náðu fimm marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks 15:10 en þá fór allt í baklás hjá liðinu og Afturelding skoraði næstu fimm mörk. „Já við vorum komnir í ágæta stöðu og vorum að gera góða hluti. En ég veit ekki hvað gerðist og við þurfum að spyrja okkur að því. Við fórum reyndar illa með nokkur góð færi. Ég veit ekki hvort leikurinn snérist vegna þess en það var eins og við misstum aðeins dampinn í sókninni og það smitaðist eiginlega yfir á vörnina hjá okkur. Þeir fengu blóð á tennurnar sem má ekki gerast því þeir eru það góðir. Ég hef ekki nægilega góða skýringu á því hvað gerðist því það slokknaði eiginlega á okkur þegar um korter var eftir af leiknum. Mér fannst við algerlega vera með þá en það var okkar að tapa þessum leik úr því við vorum fimm mörkum yfir.“ sagði Vignir í samtali við mbl.is að leiknum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert