HK-ingar unnu botnslaginn

HK-ingar eru komnir upp úr fallsæti eftir sigur á Víkingi.
HK-ingar eru komnir upp úr fallsæti eftir sigur á Víkingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK fór upp úr fallsæti úrvalsdeildar karla í handbolta með sigri á Víkingi í Safamýri í kvöld, 26:21.

HK-ingar eru nú með ellefu stig í tíunda sæti, einu stigi meira en Víkingur sem er nú í ellefta sæti, sem er fallsæti. Selfoss er enn á botninum með átta stig.

Víkingur á eftir útileik við Aftureldingu og heimaleik gegn Stjörnunni. HK leikur við Stjörnuna á útivelli í næsta leik og heimavelli gegn ÍBV í lokaumferðinni.

Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 5, Gunnar Valdimar Johnsen 4, Halldór Ingi Jónasson 4, Halldór Ingi Óskarsson 3, Styrmir Sigurðarson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.

Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 7, Bjarki Garðarson 5.

Mörk HK: Kári Tómas Hauksson 4, Pálmi Fannar Sigurðsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Ágúst Guðmundsson 3, Júlíus Flosason 2, Aron Gauti Óskarsson 1, Haukur Ingi Hauksson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Sigurður Jefferson Guarino 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.

Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 13, Patrekur Guðni Þorbergsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert