Logi Geirs: Var rosalega dýrt

„Hvar fer þetta hjá FH?,“ Spurði Ingvar Örn Ákason í Punktalínunni á Sjónvarpi Símans er rætt var um útisigur Hauka á FH, 31:28, í Hafnarfjarðarslag í úrvalsdeild karla í handknattleik í Kaplakrika í gær. 

FH er enn í fyrsta sæti deildarinnar með 33 stig þegar tvær umferðir eru eftir en nú er Valur aðeins stigi á eftir Hafnarfjarðarliðinu.

„Ef ég á að nefna einn punkt fannst mér vítið hjá Ása [Ásbirni Friðrikssyni] á 55. mínútu vera rosalega dýrt. Pínulítil atriði gjörsamlega snúa leik í handbolta, þannig er hann,“ svaraði Logi Geirsson. 

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr Íslandsmótinu í handbolta í samvinnu við Sjónvarp Símans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert