Óbreytt staða á toppnum

Mike Craion etur kappi við Will Greaves, leikmanna Keflavíkur í …
Mike Craion etur kappi við Will Greaves, leikmanna Keflavíkur í viðureign Keflavíkur og KR í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Haukar og KR-ingar eru áfram efstir og jafnir í Dominos-deild karla í körfuknattleik eftir fjórðu umferð sem fram fór í kvöld. Bæði lið hafa átta stig, full hús. KR vann öruggan sigur á Keflavík í TM-höllinni í Keflavík, 90:67, og Haukar unnu Skallagrímsmenn, 107:68.

Tindastóll er einn í þriðja sæti eftir leiki kvöldsins en liðið vann Njarðvík í hörkuleik á Sauðárkróki, 86:75, þar sem heimamenn gerðu svo gott sem út um leikinn í þriðja leikhluta eftir spennandi fyrri hálfleik.

Grindavík vann Þór Þorlákshöfn í hörkuleik á heimavelli, 90:85. 

Grindvíkingar áttu fyrri hálfleikinn skuldlaust, og hefðu átt að geta brotið Þórsarana á bak aftur á þessum mínútum en þann neista skorti. Þórsarar hengu í þeim, um 10 stigum í burtu, lunga af leik og tóku svo verulega við sér í seinni hálfleik, jöfnuðu leikinn, komust yfir og allt útlit var fyrir að þeim ætluðu sér að klára leikinn með glæsilegum sigri. Eftir mikinn bardaga síðustu mínútur leiksins, þar sem bæði lið leiddu sitt á hvað, þá var það reynslustyrkurinn sem hafði betur að þessu sinni. Þórasarar klúðruðu mörgum skotum á lokamínútum leiksins og sum þessara skot sérlega léleg og því um engan að sakast nema sjálfan sig.

Bestir Þórsarar voru Sovic, sem skoraði 26 og átti 32 framlagspunkta, Emil Einarsson með 11, Tómas Tómasson með 20 og Vincent Sanford með 13.

Hjá Grindavík var Haywood með 20 en ekker sérlega góður samt. Ómar Sævarsson og Olafur Ólafsson voru menn leiksins, með samtals 31 stig, 28 fráköst og 55 framlagspunkta!

ÍR fékk sín fyrstu stig þegar þeir unnu Fjölni, 81:75, og Stjarnan gerði það gott í heimsókn sinni til Stykkishólms og vann Snæfell, 92:81. 

Tindastóll - Njarðvík 86:75

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 30. október 2014.

Gangur leiksins:: 4:7, 8:14, 12:21, 22:22, 22:27, 28:31, 34:37, 41:37, 49:42, 61:44, 67:47, 72:53, 74:58, 76:66, 80:66, 86:75.

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 18/5 fráköst, Darrell Flake 17/7 fráköst, Myron Dempsey 14/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 7, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 stoðsendingar/5 stolnir, Viðar Ágústsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Njarðvík: Dustin Salisbery 24/9 fráköst, Logi Gunnarsson 14, Ágúst Orrason 13, Mirko Stefán Virijevic 7/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Snorri Hrafnkelsson 5/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson.

Keflavík - KR 67:90

TM höllin, Úrvalsdeild karla, 30. október 2014.

Gangur leiksins:: 2:4, 8:14, 12:20, 15:25, 17:27, 22:34, 23:41, 31:46, 36:51, 40:57, 42:64, 44:70, 47:72, 52:76, 59:85, 67:90.

Keflavík: William Thomas Graves VI 23/7 fráköst/3 varin skot, Damon Johnson 11/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 8, Reggie Dupree 7, Guðmundur Jónsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5/6 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3/6 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 2, Aron Freyr Kristjánsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn.

KR: Michael Craion 27/16 fráköst, Darri Hilmarsson 13, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst, Björn Kristjánsson 9, Helgi Már Magnússon 9/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 3, Hörður Helgi Hreiðarsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Björgvin Rúnarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Grindavík - Þór Þ. 90:85

Grindavík, Úrvalsdeild karla, 30. október 2014.

Gangur leiksins:: 5:3, 11:5, 18:13, 29:17, 33:23, 43:29, 48:36, 57:44, 61:55, 63:61, 67:63, 71:67, 73:73, 79:82, 82:85, 90:85.

Grindavík: Joel Hayden Haywood 20/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 19/14 fráköst/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 18/14 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 13/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Daníel Guðni Guðmundsson 4, Þorsteinn Finnbogason 2, Hilmir Kristjánsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Þór Þ.: Nemanja Sovic 26/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 20/6 fráköst, Vincent Sanford 13/12 fráköst, Emil Karel Einarsson 11/5 fráköst, Oddur Ólafsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 4/6 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, David Tomas Tomasson, Steinar Orri Sigurðsson.

Áhorfendur: 273

Snæfell - Stjarnan 81:92

Stykkishólmur, Úrvalsdeild karla, 30. október 2014.

Gangur leiksins:: 5:4, 11:8, 13:14, 24:22, 30:28, 35:32, 39:34, 46:43, 51:46, 56:57, 60:63, 62:70, 66:72, 68:78, 72:82, 81:92.

Snæfell: Stefán Karel Torfason 22/11 fráköst, William Henry Nelson 22/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Sigurður Á. Þorvaldsson 7/8 fráköst, Snjólfur Björnsson 4.

Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Stjarnan: Jarrid Frye 28/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ágúst Angantýsson 12/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/12 fráköst, Marvin Valdimarsson 4/10 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 2, Sigurður Dagur Sturluson 2, Tómas Þórður Hilmarsson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Haukar - Skallagrímur 107:68

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild karla, 30. október 2014.

Gangur leiksins:: 6:2, 11:4, 22:9, 29:14, 31:19, 38:24, 45:33, 52:40, 61:44, 65:47, 73:47, 78:51, 87:55, 93:60, 104:64, 107:68.

Haukar: Alex Francis 31/20 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 20, Hjálmar Stefánsson 16/7 fráköst, Kári Jónsson 11/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 9/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 6, Steinar Aronsson 4, Emil Barja 4/11 fráköst/8 stoðsendingar/4 varin skot, Sigurður Þór Einarsson 3, Kristján Leifur Sverrisson 3.

Fráköst: 38 í vörn, 16 í sókn.

Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 26/9 fráköst, Daði Berg Grétarsson 12/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 11/6 fráköst, Davíð Guðmundsson 9, Atli Aðalsteinsson 5, Davíð Ásgeirsson 3/4 fráköst, Egill Egilsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Georg Andersen, Hákon Hjartarson.

Fjölnir - ÍR 75:81

Dalhús, Úrvalsdeild karla, 30. október 2014.

Gangur leiksins:: 4:7, 9:12, 16:19, 20:22, 26:25, 32:33, 32:42, 36:45, 41:47, 43:52, 50:57, 54:61, 63:71, 66:71, 70:77, 75:81.

Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 27/5 fráköst, Ólafur Torfason 14/12 fráköst/6 stoðsendingar, Daron Lee Sims 10/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 6, Sindri Már Kárason 4, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Davíð Ingi Bustion 2.

Fráköst: 25 í vörn, 4 í sókn.

ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 25, Kristján Pétur Andrésson 19/10 fráköst, Sveinbjörn Claessen 13/5 fráköst, Christopher Gardingo 12/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/4 fráköst, Leifur Steinn Arnason 2, Ragnar Örn Bragason 2.

Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Halldor Geir Jensson, Jóhannes Páll Friðriksson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert