ÍR skellti Grindvíkingum

Matthías Orri Sigurðarson skorðai 18 stig fyrir ÍR í kvöld.
Matthías Orri Sigurðarson skorðai 18 stig fyrir ÍR í kvöld. mbl.is/Eva Björk

ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir í kvöld og sigruðu Grindvíkinga, 90:85, í hörkuspennandi leik í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Seljaskólanum. Liðin eru þá bæði með fjögur stig eftir sjö umferðir, hafa unnið tvo leiki hvort en tapað fimm leikjum.

Grindvíkingar virtust stefna í stórsigur en staðan var 32:19 eftir fyrsta leikhluta og 53:33 í hálfleik. ÍR-ingar sneru blaðinu við í seinni hálfleik, munurinn var þó enn 18 stig í upphafi fjórða leikhluta, en á lokakaflanum völtuðu Breiðhyltingar hreinlega yfir Suðurnesjaliðið. Þeir skoruðu 30 stig gegn aðeins 7 og tryggðu sér sigurinn.

Matthías Orri Sigurðarson, Trey Hampton og Sveinbjörn Claessen skoruðu 18 stig hver fyrir ÍR en Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 20 stig fyrir Grindavík og Ólafur Ólafsson 17.

Gangur leiksins: 2:6, 5:11, 12:23, 19:32, 23:36, 23:40, 27:44, 33:53, 41:58, 47:67, 52:73, 58:78, 64:78, 69:81, 84:83, 90:85.

ÍR: Trey Hampton 18/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12, Hamid Dicko 9/5 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Ragnar Örn Bragason 5/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Grindavík: Oddur Rúnar Kristjánsson 20/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst/8 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 14, Rodney Alexander 11/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Steinar Orri Sigurðsson, Halldor Geir Jensson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert