Verður Páll Axel með í undanúrslitaleiknum?

Páll Axel Vilbergsson.
Páll Axel Vilbergsson. mbl.is/Árni Sæberg

Óvíst er hvort reynsluboltinn Páll Axel Vilbergsson geti leikið með Skallagrími þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn í undanúrslitum Poweradebikarsins í körfuknattleik á sunnudaginn.

Páll Axel hefur misst af þremur síðustu leikjum Skallagríms vegna meiðsla í kálfa. Án hans tókst Sköllunum að vinna mikilvægan sigur á Haukum í deildinni í gærkvöldi.

Páll Axel hefur glímt við meiðslin í allan vetur en hefur alls leikið 8 deildarleiki og skorað 12 stig að meðaltali.

Páll Axel er nýorðinn 37 ára og lék lengst af með Grindavík og vann titla með liðinu. Reynsla hans gæti því skipt miklu máli fyrir Borgnesinga í undanúrslitaleiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert