LA Clippers stöðvuðu Spurs

Kyle Lowry hjá Toronto í baráttu við Bradley Beal og …
Kyle Lowry hjá Toronto í baráttu við Bradley Beal og Marcin Gortat hjá Washington Wizards í nótt. EPA

Sigurgöngu San Antonio Spurs á heimavelli lauk í nótt þegar Los Angeles Clippers komu í heimsókn í NBA-deildinni í körfuknattleik. Spurs höfðu unnið sex síðustu heimaleiki sína en sáu ekki til sólar gegn Clippers í 105:85-sigri þeirra.

Blake Griffin fór fyrir gestunum og skoraði 31 stig auk þess að taka 13 fráköst. Chris Paul var einnig góður og skoraði 20 stig en hjá Spurs var Kawhi Leonard atkvæðamestur með 24 stig. Clippers hafði tapað síðustu fjórum viðureignum sínum við Spurs fram að leiknum í nótt.

Þá komust Golden State Warriors aftur á sigurbraut eftir sigur á Phoenix Suns, 106:87. Golden State hafði tapað tveimur leikjum í röð, en á undan því hafði liðið einungis tapað sex leikjum allt tímabilið.

Þá halda Atlanta Hawks áfram sigurgöngu sinni, en liðið vann sinn nítjánda leik í röð þegar það lagði Philadelphia 76ers, 91:85.

Úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 91:85
Denver Nuggets - Charlotte Hornets 86:104
Detroit Pistons - Houston Rockets 114:101
Golden State Warriors - Phoenix Suns 106:87
Indiana Pacers - Sacramento Kings 94:99
Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 85:74
Milwaukee Bucks - Portland Trail Blazers 95:88
Minnesota Timberwolves - Cleveland Cavaliers 90:106
Orlando Magic - Dallas Mavericks 93:108
San Antonio Spurs - LA Clippers 85:105
Washington Wizards - Toronto Raptors 116:120 eftir framlengingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert