Suðurland fær úrvalsdeildarsæti

Ari Gylfason, dökkklæddur, átti stórleik með FSu í kvöld.
Ari Gylfason, dökkklæddur, átti stórleik með FSu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ljóst er að framundan er Suðurlandsslagur um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik því FSu frá Selfossi vann öruggan sigur á Val, 108:75, í oddaleik liðanna í undanúrslitum umspils 1. deildar í kvöld og mætir Hamri frá Hveragerði í úrslitaeinvígi.

FSu stakk af strax í fyrri hálfleik, náði 27 stiga forskoti fyrir hlé og  var ekki í vandræðum með að landa sigrinum eftir það.

Hamar hafði áður sigrað Skagamenn í tveimur leikjum og er með heimaleikjarétt í úrslitunum ef til oddaleiks grannliðanna kemur. Leikið verður 9. og 12. apríl og svo 15. apríl ef þriðja leikinn þarf. Hamar endaði í öðru sæti 1. deildar í vetur og FSu í þriðja sæti en Höttur vann deildinna og fór beint uppí úrvalsdeildina.

Ari Gylfason átti stórleik fyrr FSu í kvöld en hann skoraði 33 stig, tók 11 fráköst og átti 6 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins í kvöld:

Iða, 1. deild karla, 31. mars 2015.

Gangur leiksins: 10:4, 12:10, 22:16, 31:16, 37:21, 43:25, 55:32, 65:38, 69:40, 75:43, 81:49, 83:54, 88:56, 91:60, 98:66, 108:75.

FSu: Ari Gylfason 33/11 fráköst/6 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 17, Collin Anthony Pryor 15/11 fráköst, Birkir Víðisson 11, Erlendur Ágúst Stefánsson 10/7 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 7/3 varin skot, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Haukur Hreinsson 3, Maciej Klimaszewski 3, Þórarinn Friðriksson 2, Fraser Malcom 2.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.

Valur: Nathen Garth 17/6 stoðsendingar, Illugi Auðunsson 15/10 fráköst, Kormákur Arthursson 13, Bjarni Geir Gunnarsson 9, Kristján Leifur Sverrisson 7/7 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 6, Leifur Steinn Árnason 3, Sigurður Rúnar Sigurðsson 3/4 fráköst, Benedikt Blöndal 2.

Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert