Raptors jafnaði metin

Jonas Valanciunas var að vanda aðsópsmikill í liði Toronto Raptors …
Jonas Valanciunas var að vanda aðsópsmikill í liði Toronto Raptors í gærkvöldi þegar liðið vann Miami Heat í undanúrslitum NBA-deildarinnar. AFP

Leikmenn Toronto Raptors jöfnuðu í nótt metin í rimmu sinni í Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Raptros vann aðra viðureign liðanna, 96:92, á heimavelli. Framlengja þurfti leikinn til þess að knýja fram úrslit. 

Staðan var jöfn, 86:86, eftir hefðbundinn leiktíma. Eftir tvo leiki í Toronto færa liðið sig um set suður til Miami þar sem þau mætast þrisvar, í fyrsta sinn á laugardagskvöldið. 

DeMarre Carroll skoraði 21 stig fyrir Raptors og tók auk þess fimm fráköst. DeMar DeRozan skoraði 20 stig og náði átta fráköstum. Kyle Lowry var með 18 stig þegar upp var staðið og átti einnig sex stoðsendingar. Litháinn Jonas Valanciunas var að vanda stórtækur í fráköstunum. Hann náði 12 fráköstum og skoraði auk þess 15 stig. 

Goran Dragic var stigahæstur hjá Heat með 20 stig.  Dwyane Wade og Joe Johnson skoruðu 17 stig hvor og Hassan Whiteside skoraði 13 stig og tók jafnmörg fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert