Logi framlengir við Njarðvík

Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík.
Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík. mbl.is/Árni Sæberg

Hinn þrautreyndi Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við Njarðvík og er nú samningsbundinn félaginu næstu tvö árin.

Í tilkynningu frá Njarðvík er því fagnað að halda Loga innan raða félagsins, en hinn 36 ára gamli Logi var með 20 stig og 3,5 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili þegar Njarðvík komst ekki í úrslitakeppnina.

Logi kom heim til Njarðvíkur árið 2013 eftir samtals 11 ár í atvinnumennsku ef undanskilið er árið 2008-2009 þegar hann lék með Njarðvík. Hann hefur leikið í Þýskalandi, Spáni, Finnlandi, Svíþjóð og í Frakklandi og þá á hann að baki 130 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert