Yfirlýsing Tindastóls vegna Pavels

Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. mbl.is/Óttar Geirsson

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að mbl.is greindi frá því að Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs félagsins, væri kominn í veikindaleyfi.

Pavel, sem er 37 ára gam­all, tók við þjálf­un Tinda­stóls í janú­ar á síðasta ári og gerði liðið að Íslands­meist­ur­um í fyrsta sinn í sögu fé­lags­ins síðasta vor.

Beðið um að sýna Pavel tillitssemi

Í ljósi veikindaforfalla Pavels Ermolinskij hefur verið ákveðið að Svavar Atli Birgisson taki tímabundið við sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla,“ segir í tilkynningu Tindastóls.

Honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson. Svavar Atli hefur í langan tíma verið aðstoðarþjálfari meistaraflokksins, nú síðast með Pavel, og Helgi Freyr er þjálfari meistaraflokks kvenna en bætir þessu nýja hlutverki við sig fram á vorið.

Fjölmiðlafólk er beðið um að sýna Pavel tillitssemi í umfjöllun sinni um þessar breytingar og virða friðhelgi hans í bataferlinu. Körfuknattleiksdeild Tindastóls mun ekki tjá sig frekar um málið á næstunni,“ segir meðal annars í tilkynningunni sem Dagur Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildarinnar, skrifar undir.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert