Höttur í úrslitakeppnina

Deontaye Buskey skoraði 18 stig fyrir Hött í kvöld.
Deontaye Buskey skoraði 18 stig fyrir Hött í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Höttur hafði betur gegn Tindastóli, 87:82, þegar liðin áttust við í 21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld.

Með sigrinum tryggði Höttur sér sæti í úrslitakeppninni. Höttur fór upp fyrir Tindastól og er nú með 22 stig í sjöunda sæti. Tindastóll er í áttunda sæti með 20 stig og mun berjast við Stjörnuna um síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Í leik kvöldsins var Tindastóll með yfirhöndina framan og leiddi til að mynda með átta stigum, 30:38, í hálfleik.

Heimamenn sterkari í síðari hálfleik

Í þriðja leikhluta lagaði Höttur aðeins stöðuna en tók svo leikinn yfir undir lokin og vann afar sterkan fimm stiga endurkomusigur.

Deontaye Buskey var stigahæstur í liði Hattar með 18 stig.

Stigahæstur hjá Tindastóli var Callum Lawson með 16 stig og tíu fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert