Kristófer magnaður er Valur komst yfir á ný

Kristófer og félagar etja kappi við Hött
Kristófer og félagar etja kappi við Hött mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur sigraði Hött, 94:74, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik og er Valsliðið því komið yfir í einvíginu, 2:1. 

Þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Valsmenn geta tryggt sér þangað með sigri á Egilsstöðum á mánudaginn kemur. 

Fyrsti leikhluti var líflegur en kaflaskiptur. Hattarmenn fóru betur af stað en Valsmenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn. 

Komst Valur mest tíu stigum yfir, 18:8, en Höttur svaraði undir lok leikhlutans og minnkaði muninn í þrjú stig, 20:17. 

Annar leikhluti litaðist svolítið af ágreiningi Valsarans Franks Arons Booker og Hattarmannsins David Guardia.

Þar kýldi Frank Aron Booker aðeins í Ramos sem missti stjórn á skapi sínu og sparkaði í Valsarann. Var Ramos síðan rekinn út úr húsi en Frank Aron fékk dæmda á sig sóknarvillu. 

Valsmenn komu sterkari eftir atvikið en Hattarmenn unnu sig inn í leikinn á ný. Fór Valur því aðeins með eins stigs forystu til búningsklefa, 43:42. 

Valsmenn voru sterkari í þriðja leikhluta og juku forskot sitt í sjö stig, 65:58. 

Kristófer Acox átti frábæran leik fyrir Val en hann skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Þá átti Deontaye Buskey flottan leik fyrir Hött en hann skoraði 25 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 

Valur 92:74 Höttur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert