Verður Íslandsmeisturunum sópað?

Davis Geks í fyrsta leik liðanna.
Davis Geks í fyrsta leik liðanna. mbl.is/Árni Sæberg

Með sigri á Íslandsmeisturum Tindastóls í kvöld tryggir Grindavík sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. 

Leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi, en Grindavík hefur leikið þar undanfarna mánuði. 

Grindavíkurliðið er 2:0 yfir í einvíginu. Liðsmenn Grindavíkur unnu fyrsta leikinn í Smáranum, 111:88, og annan leikinn á Sauðárkróki, 99:88. 

DeAndre Kane snýr þá aftur í lið Grindavíkur en hann tók út eins leiks bann á Sauðárkróki. 

Tímabil Tindastóls hefur verið mikil vonbrigði en Íslandsmeistararnir fá síðasta tækifæri til að bjarga því í Smáranum klukkan 19 í kvöld. 

Hvort liðið nær forystunni?

Þá eigast bikarmeistarar Keflavíkur og nýliðar Álftaness við í Keflavík klukkan 19.30 í kvöld. 

Staðan er jöfn, 1:1, eftir tvo leiki en Keflavík vann fyrsta leikinn, 99:92, og Álftanes seinni leikinn, 77:56. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert