Tvö þúsund bæst við mannaflann

Búist er við að fjölda starfsmanna í byggingariðnaðinum muni fjölga …
Búist er við að fjölda starfsmanna í byggingariðnaðinum muni fjölga um 2-3 þúsund á komandi misserum. AFP

Í dag starfa um 12 þúsund manns í byggingariðnaði, en miðað við þau áform sem uppi eru um framkvæmdir á næstu misserum má gera ráð fyrir að fjöldi þeirra verði 14 til 15 þúsund. Þetta segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs Samtaka iðnaðarins. Morgunblaðið og mbl.is hafa undanfarna daga fjallað um uppbyggingu í miðbænum og hvernig hann kunni að taka hamskiptum á næstu árum. 

Friðrik telur þetta ekki óeðlilegan fjölda og bendir á að áður fyrr hafi að jafnaði verið 12-15 þúsund manns í byggingargeiranum.

Við hrunið var fyrirséð að mikil fækkun yrði í greininni og í kjölfarið var unnið að því að fjölga nýliðum í iðngreinum. Friðrik segir að samt sem áður megi gera ráð fyrir að flytja þurfi inn vinnuafl á næstunni, en hann vonast þó til að einhverjir færi sig aftur yfir í byggingargeirann að nýju.

Það sem skiptir þó mestu máli, að sögn Friðriks, er að stuðla að stöðugleika. Sveiflan núna sé því ekki óskastaða. Bendir hann á að í upphafi árs hafi 10 þúsund manns unnið í byggingargeiranum en að þeim hafi fjölgað um tvö þúsund á hálfu ári. „Hlutir eru að fara í gang og það er margt í pípunum,“ segir Friðrik en bætir við að þetta geti ekki verið eilífar upp- og niðursveiflur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK