Framlög til RÚV lækka um 173 milljónir

Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.
Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að framlög til Ríkisútvarpsins lækki um 173,2 milljónir króna frá fjárlögum yfirstandandi árs.

Skýrist breytingin af tvennu. Í fyrsta lagi falla niður 181,9 milljóna króna tímabundið framlag sem veitt var í fjárlögum 2015 til að styrkja rekstur Ríkisútvarpsins.

Í öðru lagi er lögð til 8,7 milljón króna hækkun á framlagi í samræmi við innheimtar tekjur ríkissjóðs af útvarpsgjaldi á árinu 2016 sem áætlaðar eru tæpir 3,5 milljarðar króna.

Fjár­laga­frum­varpið fyr­ir árið 2016 ger­ir ráð fyr­ir þriðju halla­lausu fjár­lög­un­um í röð. Gert er ráð fyr­ir 15,3 millj­arða króna af­gangi á næsta ári.

Heildarfjárveiting til málefnaflokksins „Söfn, listastofnanir o.fl.“ sem RÚV tilheyrir hækkar um 185,4 milljónir króna frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar almennar launa- og verðlagsbreytingar en þær nema alls 260,8 milljónum. Að þeim meðtöldum hækka útgjöldin um samtals 446,2 milljónir króna milli ára.

Frétt mbl.is: Afgangur og lækkun skulda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK