Halla Hrund með mesta fylgið í nýrri könnun

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi flutti ræðu við opnun kosningamiðstöðvar sinnar …
Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi flutti ræðu við opnun kosningamiðstöðvar sinnar á dögunum. mbl.is/Óttar

Halla Hrund Logadóttir fær mest fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 

Halla Hrund mælist með 26,2 prósent fylgi og tekur stórt stökk frá síðustu könnun Maskínu þegar hún mældist með 10,5 prósenta fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með 25,4 prósenta fylgi og Baldur Þórhallsson með 21,2 prósent. Jón Gnarr mælist með 15,2 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á stuðningi við þau Höllu, Katrínu og Baldur. Hins vegar er marktækur munur á stuðningi við Baldur og Jón Gnarr, að því er fram kemur í tilkynnningu frá Maskínu. 

Könnun Maskínu var gerð dagana 22.-26. apríl og voru svarendur 1.072 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert