„Justin Bieber Finnlands“ hættir við tónleika í Noregi

Mynd/IsacElliot.com

Hinn 13 ára Isac Elliot hefur af mörgum verið kallaður „hinn finnski Justin Bieber.“ Til stóð að hann myndi halda tónleika á lokahófi fótboltamótsins Norway Cup í Osló í Noregi, en hann hefur nú hætt við komu sína. Talið er að hryðuverkaógnin sé ástæðan. 

Mörg þúsund krakkar frá öllum heimshornum taka þátt í mótinu sem fer fram á Ekeberg-sléttunni í Osló. Isac Elliot er afar vinsæll á meðal ungmenna á Norðurlöndunum og eru margir skiljanlega svekktir með ákvörðun hans. Í tilkynningu frá tónlistarmanninum sagði að upp hafi komið vandamál hjá aðstandanda tónlistarmannsins sem hafi orðið til þess að hann þurfi að afboða sig.

Nokkur lið sem voru skráð til leiks á Norway Cup hafa einnig hætt við þátttöku eftir fréttirnar af hryðjuverkaógninni. Frode Kyvåg, mótstjóri mótsins segir það vera afar leitt. „Þetta er sérstaklega leiðinlegt fyrir börnin en við höfum skilning á þvi. Það er ekkert óeðlilegt að einhverjir foreldrar skynji ógnina á þann veg að þeir velja að senda börnin sín ekki á mótið,“ segir Kyvåg við Verdens Gang

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson