Skálmaldarbarn á leiðinni

Snæbjörn Ragnarsson er spenntur fyrir föðurhlutverkinu.
Snæbjörn Ragnarsson er spenntur fyrir föðurhlutverkinu. mbl.is/Skapti

Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar og kærasta hans, Agnes Grímsdóttir eiga von á barni. Þessu greinir Snæbjörn frá í pistli á vef Kjarnans þar sem hann bloggar um Evróputúr Skálmaldar.

„Ég á von á barni. Það voru fréttirnar sem ég tók með mér á túrinn. Ég á ekkert svoleiðis fyrir. Ég er himinlifandi og dauðskelkaður,“ skrifar Snæbjörn í pistlinum. 

Agnes Grímsdóttir greinir einnig frá góðu fréttunum á Facebook síðu sinni þar sem kemur fram að rauðu línurnar tvær á óléttuprófinu hafi komið henni nokkuð á óvart. Hún er gengin rúmar 14 vikur sem hún segir útskýra þreytu sem hún hefur fundið fyrir síðustu vikur.

„Ég meikaði ekki að hringja í Bibba og tala við hann í síma þannig að ég þraukaði þar til ég komst heim með hann í öruggt skjól, viðbrögðin hans voru yndisleg, „Nei, nú helli ég uppá kaffi,“ skrifar Agnes.  

„Beibíið er í hrekkjavökustuði, sköllbarn. Svo krosslagði það bara fætur og tjillaði á meðan mælingunni stóð,“ skrifar hún um sónarmynd sem tekin var af barninu í morgun. „Ég hef trú á að þetta verði alveg ævintýralega skemmtilegt barn og ég get ekki beðið eftir að taka á móti því í heiminn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson