Segir Cosby hafa misnotað sig

Louisa Moritz.
Louisa Moritz. Skjáskot af imdb.com

Leikkonan Louisa Moritz, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Flew Over The Cuckoo's Nest, hefur nú bæst í hóp þeirra kvenna sem saka leikarann Bill Cosby um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi.

Fimm kon­ur hafa á und­an­förn­um vik­um sakað Cos­by um kyn­ferðis­legt of­beldi en það virðist hafa leitt til þess að Moritz ákvað að greina frá raunum sínum.

Moritz, sem er 68 ára í dag, opnaði sig um málið í viðtali við TMZ. Hún segir leikarann hafa misnotað sig árið 1971 í búningsherbergi áður en hún kom fram í spjallþætti Johnnys Carsons. Hún lýsti því þá hvernig Cosby stakk getnaðarlim sínum upp í munn hennar og hótaði henni. 

Moritz hefur aldrei talað um misnotkunina fyrr en núna en hún hyggst leggja fram kæru þrátt fyrir að Cosby verði eflaust sýknaður af ákærunni á grundvelli fyrningar.

Lögmaður Cosbys heldur því statt og stöðugt fram að Cosby sé saklaus.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson