Rándýr sjálfsmynd - Söngvakeppnin í myndum

Fyrri undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins var haldin í Háskólabíói í gærkvöldi og fór það svo að lögin „Í síðasta skipti“, „Piltur og stúlka“ og „Í kvöld“ voru kosin áfram af áhorfendum.

Kvöldið einkenndist af mikilli gleði, sprelli og líflegri tónlist en meðal hápunkta má nefna þegar kynnarnir misstu út úr sér leyndarmál og Friðrik Dór reif buxurnar sínar. 

Tístarar landsins tóku svo þátt í herlegheitunum í gegnum Twitter og íhuguðu ýmist fjölkvæni eða kettlingamorð en þó allt í góðu gríni.

Með því að nota flettimyndina hér að ofan má sjá ljósmyndir mbl.is af viðburðinum sem var svo sannarlega litríkur, en hvort þær eru jafnflottar og sjálfsmyndin af Elínu Sif og Birni Jörundi er ekki ljóst að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson