Reykurinn fer í augun og aðrar lexíur úr líkbrennslustofunni

Caitlin Doughty hefur mikinn áhuga á dauðanum.
Caitlin Doughty hefur mikinn áhuga á dauðanum.

Dauðinn og allt sem að honum lýtur er ekkert tabú í huga hinnar rúmlega þrítugu Caitlin Doughty frá Havaí. Þvert á móti er henni dauðinn hugleikinn og raunar svo mikið áhugamál að jaðrar við þráhyggju. Ekkert skrýtið kannski að dauðinn sé lifibrauð hennar og hafi verið í hartnær áratug.

Doughty hefur getið sér þó nokkra frægð fyrir bókina Reykurinn fer í augun og aðrar lexíur frá líkbrennslustofunni (Smoke Gets in Your Eyes & Other Lessons from the Crematory) sem kom út í haust og náði fljótlega upp í 14. sæti hjá The New York Times og 10. hjá The Los Angeles Times á lista yfir innbundnar fræðibækur.

Núna er Doughty í kynningarferð um Evrópu með bókina sína og jafnframt hálfgerðri herferð til að breyta hugarfari fólks og afstöðu til dauðans. Hún segist með bókinni vilja svipta leyndarhulunni og fá fólk til að tala opinskátt um dauðann og horfast í augu við dauðleika sinn. Þótt sjálf sé hún útfararstjóri hvetur hún aðstandendur til að sniðganga útfararstjóra og hlúa sjálft að og búa látna ástvini til greftrunar.þriðja tug liðinnar aldar. Þá bjuggu fjölskyldurnar í sameiningu um líkin heima í stofu, grófu

Afturhvarf til fortíðar

Henni finnst ríkjandi afstaða til dauðans vera óheilbrigð og kallar hana „frá augunum, úr huganum“ enda vilji fólk fyrst og fremst koma líki aðstandanda síns sem fyrst í burtu. Doughty hugnast betur siðir eins og tíðkuðust áður en útfararstofurnar ruddu sér til rúms á þriðja tug liðinnar aldar. Þá bjuggu fjölskyldurnar í sameiningu um líkin heima í stofu, grófu gröfina eigin höndum og fjöldi manns mætti við líkbrennsluna þar sem þeir ræddu um dauðann frá ýmsum hliðum.

Fljótlega eftir meistaranám í miðaldasögu með áherslu á dauða og nornaveiðar frá Chicago-háskólanum fluttist Doughty til Los Angeles og réð sig til starfa hjá líkbrennslustofu. Þótt hún væri allsendis reynslulaus lét atvinnuveitandinn hana ganga í öll störf. Hún ók hvítum, gluggalausum sendibíl og sótti lík á heimili og spítala, hátt í ellefu lík í hverri ferð – og mátti vitaskuld ekki til þess hugsa að lenda í árekstri. Hennar starf var líka að snyrta líkin til að aðstandendur gætu barið þau augum í hinsta sinn, brenna og skila svo öskunni til fjölskyldunnar.

Caitlin Doughty var alsæl. Svo sæl reyndar að hún ákvað að hefja nám til að fá réttindi sem útfararstjóri. Þá fyrst kveðst hún hafa áttað sig á hversu aðstandendum er haldið frá að taka þátt í dánarferlinu. Hugmyndir Doughty vekja að vonum ekki mikla hrifningu útfararstofa þar vestra. Ef fólk vill ekki láta brenna sig, leggur hún til að jarðarförin sé haldin heima. „Næstum öllum sem haldið hafa jarðarfarir heima og sjálfir snyrt líkið finnst reynslan bæði jákvæð og gefandi. Ef þeir hafa raunverulega elskað manneskjuna, líður þeim mjög vel eftir að hafa hlúð að henni með þessum hætti,“ segir hún.

„Dauðaafneitunarskápurinn“

Árið 2011 hafði hún forgöngu um stofnun Reglu hins góða dauða, The Order of the Good Death, fyrir sérfræðinga í útfararþjónustu og fræðimenn sem áhuga hafa á að skoða dauðann á nýjan hátt. Einnig hefur hún sett nokkur myndbönd á YouTube sem hún kallar Spyrðu útfararstjóra, Ask A Mortician, þar sem hún fjallar um dauðann frá mörgum hliðum. Hún segir nauðsynlegt að fólk komi út úr „dauðaafneitunarskápnum“.

Í vor hyggst Doughty opna eigin útfararstofu í Los Angeles, fjölskylduvæna útfararstofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson