„Þú getur líka orðið forseti“

George Bush hélt ræðu í Southern Methodist University í Texas.
George Bush hélt ræðu í Southern Methodist University í Texas. AFP

Það er orðin hefð fyrir því að frægt fólk, svo sem leikarar eða stjórnmálamenn, haldi ræður við útskrift frá háskólum í Bandaríkjunum. Sumar ræðurnar vekja athygli enda fullar af fróðleik og visku. 

Aftenposten tók saman helstu ummælin sem fræga fólkið lét falla í ræðunum nú í ár. Á meðal þeirra sem stóðu í ræðustól voru George W. Bush, Matthew McConoughey, Michelle Obama, Stephen Colbert og Barack Obama. Hér má sjá útdrátt úr helstu ræðunum:

George W. Bush, Southern Methodist University í Texas:

„Við ykkur sem útskrifist í dag með með verðlaun og viðurkenningar segi ég vel gert! Og eins og ég segi alltaf við þá nemenda sem fá alltaf C-einkunn: Þú getur líka orðið forseti!

Barack Obama, Lake Area Technical Institute í Suður-Dakóta:

„Hvers vegna kom ég hingað í dag, í þennan litla skóla í þessum litla bæ? Ég kom ekki hingað til þess að veita ykkur innblástur, þið veitið mér innblástur.“

„Munið það þegar þið gangið yfir sviðið hér í dag, ánægjutilfinningu fær maður alltaf þegar maður gerir eitthvað gott fyrir aðra.“

Tim Cook, George Washington University í Washington D.C:

„Til ykkar sem eiga apple iPhone, setjið hann á silent. Ef þið eigið ekki iPhone, látið símann ykkar ganga til mín. Apple er með frábært endurvinnslukerfi á símum.“

Denzel Washington, Dillard University í Louisiana:

„Ég reyni alltaf að setja mér eitt markmið á dag. Stundum er það markmið bara að drulla ekki yfir neinn.“

Í þessum heimi sem þið hafið alist upp við, með sms, tweets og twerk, munið bara að þótt þið vinnið meira þýðir það ekki sjálfkrafa að þið áorkið meiru.“

Michelle Obama, Tuskgee University í Alabama:

„Ég elska dætur mínar meira en allt í lífinu. Það er kannski ekki það sem fólk býst við að heyra mig segja, verandi lögfræðingur frá einum besta háskóla Bandaríkjanna en það er samt sem áður hin raunverulega ég.“

„Þú þarft ekki að vera forseti Bandaríkjanna til þess að berjast fyrir bættum kjörum fátækra og tækifæri og menntun fyrir alla.“

Matthew McConaughey, University of Houston í Texas:

„Lífið er ekki einfalt, ekki halda það. Það er ekki sanngjarnt, hefur aldrei verið það og mun aldrei verða það. Ekki ganga í þá gildru að halda að þú sért fórnarlamb og eigir eitthvað skilið. Þú átt það ekki.“

„Enginn heldur partý fyrir þig þegar þú stendur undir eigin væntingum. Enginn mun heldur handtaka þig ef þú stendur ekki undir þessum væntingum, nema þú sjálfur. Eða einhver lögreglumaður sem fékk símtal um miðja nótt um að einhver vitleysingur væri allsber spilandi á bongótrommur, truflandi nágrannana.“

Stephen Colbert, Wake Forest University í Norður-Karólínu:

„Það er mín ábyrgð sem ræðumaður hér í dag að undirbúa ykkur fyrir hinn harða heim þarna úti. Hér kemur sá undirbúningur: Enginn veit hvernig líf ykkar mun þróast. Ekki einu sinni Elon Musk. Þess vegna er hann að búa til geimför. Hann er að undirbúa plan B ef allt klikkar.“

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hélt ræðu við útskrift frá Tuskgee …
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hélt ræðu við útskrift frá Tuskgee University í Alabama. AFP
Matthew McConaughey var ræðumaður við útskrift frá University of Houston …
Matthew McConaughey var ræðumaður við útskrift frá University of Houston í Texas. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson